Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Höskuldur Kári Schram skrifar 16. janúar 2017 18:36 Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur. Alþingi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur.
Alþingi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira