Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Höskuldur Kári Schram skrifar 16. janúar 2017 18:36 Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur. Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Kjararáð tók þá ákvörðun seint á síðasta ári að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða upp í 1,1 milljón. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd og margir bent á að hún sé ekki í samræmi við þær hækkanir sem samið hefur verið um á hinum almenna vinnumarkaði. Forseti íslands hefur meðal annars kallað eftir því að Alþingi bregðist við þessu en sjálfur hefur hann ákveðið að láta hækkunina renna til góðra málefna. Fundað var um málið í forsætisnefnd Alþingis í dag en þar er meðal annars verið að skoða ýmsar sérgreiðslur þingmanna og hvort hægt sé að breyta þeim eða fella niður. Um er ræða ferðagreiðslur, ýmsar álagsgreiðslur og greiðslur til landsbyggðarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis segir að á fundinum hafi menn meðal annars verið að skoða rökin fyrir aukagreiðslum til þingmann. „Þær eru eðlisólíkar og geta verið í báðar áttir. Menn velta fyrir sér hvort það séu sömu rök fyrir álagi á þingfararkaupi hjá þeim sem þess njóta í ljósi þess hvert það er komið núna. Svo eru aðrir hlutir þar sem menn kannski telja að það halli á menn t.d. það er alveg ljóst að landsbyggðarþingmenn sem þurfa að kaupa eða leigja sér hér húsnæði og halda tvöfalt heimili þeir ríða nú ekki feitum hesti frá því. Ekki eins og leiguverð og fasteignamarkaður hefur þróast í hér a.m.k í nágrenni við þingið með þá greiðslu upp í það sem þeir fá. Það getur verið þörf fyrir það að endurskoða sumar af þessum greiðslum bara í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Steingrímur. Hann segir að það komi í hlut nýrrar forsætisnefndar að taka ákvörðun um framhald málsins. „Ég teldi skynsamlegt að endurskoða a.m.k þessar aðrar greiðslu það kunni að vera ástæða til að gera þar tilteknar breytingar en það er ekki komin niðurstaða í málið þannig að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um málið. Ég hefur verið þeirrar skoðunar að það væri málefnalegt að bregðast með tilteknum hætti við,“ segir Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira