Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira