Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 09:27 Það er ófögur sjón sem blasir við við Akureyrarkirkju nú. mynd/svavar alfreð jónsson Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59 Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19