Ræða að skipta upp tveimur ráðuneytum Snærós Sindradóttir skrifar 6. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður líklega forsætisráðherra á allra næstu dögum. Tilkynnt verður um nýja ríkisstjórn eftir helgi. vísir/stefán Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Rætt hefur verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir. Líklegt er að nýtt dómsmálaráðuneyti verði stofnað með nýrri ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð sækist eftir að leiða atvinnuvegaráðuneytið en umræður gærdagsins á fundi formannanna þriggja snerust meðal annars um það og mögulega uppskiptingu þess ráðuneytis. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokksins um hversu langt megi ganga til að koma til móts við Bjarta framtíð og Viðreisn þegar kemur að kerfisbreytingum í landbúnaði og sjávarútvegi. Það er steinn í götu Bjartrar framtíðar í von flokksins um að fá það ráðuneyti.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er sagður spenntur fyrir mörgum ráðuneytum en sæki ekkert þeirra fast. Hann vilji frekar ræða málefni en einstaka stóla. vísir/StefánGreint hefur verið frá því að ráðuneytin skiptist þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Umræður um að fjölga ráðherrum riðlar þessu skipulagi en líklega myndi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fjölga frekar við fjölgun ráðuneyta. Fyrir liggur að Viðreisn gerir það að ófrávíkjanlegri kröfu að fá fjármálaráðuneytið og heimildir Fréttablaðsins herma að orðið verði við þeirri kröfu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, er ekki sagður sækjast eftir neinu ákveðnu ráðherraembætti. Eins og áður hefur komið fram liggur ekki í augum uppi hvaða konur Sjálfstæðisflokkurinn skipar í ríkisstjórn en eini kvenkynsoddviti flokksins, Ólöf Nordal, hefur átt við veikindi að stríða. Þær konur sem skipa annað sæti listanna hafa ekki þingreynslu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að ákveða hvort utanþingsráðherra yrði kallaður til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira