Innlent

Íslendingar í öðru sæti í klámáhorfi miðað við höfðatölu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Íslendingar horfa næst mest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum.
Íslendingar horfa næst mest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum. Vísir/Getty
Íslendingar horfa næst mest á klám miðað við höfðatölu af öllum þjóðum í heiminum. Þetta kemur fram í ársskýrslu klámsíðunnar Pornhub.com fyrir árið 2016.

Samkvæmt skýrslunni horfa Íslendingar að meðaltali á 202 klámmyndbönd á síðunni á ári hverju, eða um fjögur myndbönd á viku. Eina landið sem nær að toppa Íslendinga eru Bandaríkin, en meðal Bandaríkjamaður horfir á 221 myndband yfir árið.



Hér má sjá hvaða leitarorð voru vinsælust hjá klámáhorfendum á síðasta ári.Mynd/Pornhub
Þá er uppáhalds leitarorð Íslendinga „endaþarmsmök“ og deilum við því áhugamáli með frændum okkar Dönum og Svíum. Finnar leita mest að unglingum og Norðmenn að lesbíuklámi. 

Heimsmeistararnir í klámáhorfi virðast sammála Norðmönnum en Bandaríkjamenn leituðu einnig mest að lesbíuklámi á síðasta ári. 

Þetta er í fjórða skiptið sem klámsíðan Pornhub tekur saman viðlíka tölfræði og fékk síðan 902 milljarða áhorfa og 23 milljarða heimsókna frá mörgum milljónum notenda. 64 milljónir heimsóttu síðuna á hverjum degi eða um 44 þúsund á hverri mínútu. Alls var horft á 4.6 milljarða klukkutíma af klámi á síðunni árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×