Innlent

Sjómenn mótmæla við Karphúsið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Í kringum eitt hundrað sjómenn komu saman við Karphúsið klukkan 13.
Í kringum eitt hundrað sjómenn komu saman við Karphúsið klukkan 13. vísir/stefán
Sjómenn fjölmenntu við húsakynni ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag, á sama tíma og samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komu saman til fundar. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í rúmar þrjár vikur því hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðunum.

Ástæða mótmælanna er meðal annars sú að farið er að bera á umræðu um lagasetningu á verkfallið, en talsmenn beggja fylkinga segjast því andsnúnir. Sjómenn segjast ætla að hunsa lögin, verði þau sett.

Síðasta fundi deiluaðila, síðastliðinn fimmtudag, lauk án niðurstöðu en báðir aðilar segjast hóflega bjartsýnir fyrir fundinn í dag.

vísir/stefán

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.