Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Jóhann Óli Eiðsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. janúar 2017 18:44 Frá fundi Bjartrar framtíðar í aðdraganda alþingiskoninganna í október 2016. vísir/ernir Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kurr er á meðal stjórnarmanna í Bjartri framtíð fyrir stjórnarfund í kvöld þar sem lokadrög að stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verða lögð fram til samþykktar eða synjunar. Þetta herma heimildir fréttastofu og er ástæðan sögð skýrsla sem kynnt var á föstudag um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skýrslan var unnin að beiðni Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en um helgina var greint frá því að skýrslan hafi verið tilbúin um miðjan september. Bjarni fékk kynningu á henni þann 5. október en í kvöldfréttum RÚV á laugardag sagði Bjarni að hann hefði ekki séð skýrsluna fyrir þinglok en þingi lauk þann 13. október. Eftir að í ljós kom að ráðherrann hafði í raun fengið kynningu á skýrslunni á meðan þing var enn að störfum baðst Bjarni afsökunar á því sem hann sagði hafa verið ónákvæmni í tímalínu vegna málsins. Þá hefur það verið gagnrýnt að skýrslan skuli ekki hafa verið kynnt og birt almenning fyrir þingkosningarnar sem fóru fram þann 29. október. Þeir stjórnarmenn Bjartrar framtíðar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að ný staða sé komin upp í stjórnarmynduninni vegna atburðarásarinnar í kringum skýrsluna og hafa orð eins og trúnaðarbrestur og breyttar forsendur verið nefnd í því samhengi. Það er því óvíst hvort stjórnarsáttmálinn verði samþykktur á stjórnarfundi Bjartrar framtíðar í kvöld en alls eru 79 manns í stjórn flokksins. Í lögum Bjartrar framtíðar segir að stjórnin skuli taka afstöðu til þátttöku flokksins í ríkisstjórn en þar er ekki skýrar kveðið á um samþykkt eða synjun og því er óljóst hvaða merking verður lögð í ákvæðið. Ráðgjafaráð Viðreisnar og flokksráð Sjálfstæðisflokks funda einnig í kvöld og verða lokadrög að stjórnarsáttmálanum lögð fram á fundum flokkanna.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var meðal annars rætt við Óttar um birtingu skýrslunnar. Sagði hann það vera „leiðindaklúður“ og að skemmtilegra hefði verið að fá skýrsluna fram fyrir kosningar. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00 Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ræða að Óttarr segi af sér þingmennsku Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu óska eftir ráðuneytum og nefndarformennsku við formann sinn í dag. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og stjórn Bjartrar framtíðar funda í kvöld og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar stjórnar. 9. janúar 2017 04:00
Ráðherrastólarnir enn nafnlausir Ekki er búið að ákveða endanlega ráðuneytisskiptingu í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 11:15