Bjarni um stjórnarsáttmálann: „Lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. janúar 2017 21:43 Bjarni segir Sjálfstæðismenn glaða með niðurstöðuna. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var glaður í bragði þegar Vísir náði af honum tali rétt eftir að fréttir bárust að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt stjórnarsáttmálann. Hann segir að mikil samstaða hafi verið innan flokksins með nýkynntan stjórnarsáttmála og að sáttmálinn hafi verið samþykktur einróma. Flokksmenn séu því glaðir en flokksmenn funduðu í Valhöll í kvöld. „Ég kynnti stjórnarsáttmálann. Hann verður kynntur opinberlega á morgun. Hann lagðist vel í fundarmenn og var samþykktur með lófataki,“ segir Bjarni og nefnir að hann muni jafnvel heyra í forsvarsmönnum hinna flokkanna nú á eftir. Hann segist ætla að kynna tillögur að ráðherraskipan annað kvöld. Af nægu að takaÁ meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er að peningastefnan verði endurskoðuð og það gert í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012. Áætlað er að lögð verði fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Sáttmálinn felur einnig í sér breytingar á búvörusamningnum en gert er ráð fyrri að endurskoðun hans eigi að verða grunnur að nýjum samningi við bændur. Þar kemur fram að draga eigi úr styrkjum til bænda en einnig eigi að auka frelsi þeirra og vöruúrval neytenda. Þetta á að gerast eigi síðar en árið 2019. Einnig koma fram hugmyndir um að markaðstengt gjald verði tekið upp í sjávarútvegi. Stjórnarsáttmálinn felur einnig í sér eflingu heilbrigðiskerfisins og þar kemur fram að lækka eigi kostnaðarþátttöku sjúklinga og stytta biðtíma. Meðal annars verður lögð áhersla á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þá verður stuðningur við foreldra með geðvanda aukinn og fæðingarorlof verður hækkað í skrefum. Fyrirtækjum verður einnig gert að taka upp jafnlaunavottun ef þar starfa 25 manns eða fleiri. Stjórnarskráin verður einnig endurskoðuð og litið verður til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ríkisstjórnarsamstarfið Flokksráð samþykkti að fara í ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn. 9. janúar 2017 21:20