Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2017 19:53 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um nauðgað tveimur konum og káfað á þriðju konunni eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi þann 13. febrúar síðastliðinn. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér. Í greinargerð lögreglunnar á Suðurlandi sem lögð var fyrir dóm kemur fram að konurnar hafi báðar verið í miklu uppnámi þegar lögreglu bar að garði og þurfti önnur þeirra að fá róandi sprautu hjá sjúkraliði á vettvangi. Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum. Við líkamsleit á manninum fundust svartar kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa hans og leikur grunur á um að annar brotaþolanna eigi umræddar nærbuxur.Framburður mannsins talinn ótrúverðugur Við yfirheyrslur kannaðist maðurinn við að hafa farið inn á bæði herbergin sem um ræðir og haft samræði við konurnar sem þar voru. Taldi hann að samræðið væri með samþykki kvennanna en þegar þær hafi sagt honum að hætta hafi hann strax hætt. Hann hafi neitað að um nauðgun hafi verið að ræða og að líklega væri um misskilning að ræða. Nokkrum dögum síðar hafði þriðja konan samband við lögreglu kvaðst vilja kæra kærða fyrir kynferðisbrot sem hafi átt sér stað á herbergi á hótelinu. Greindi hún frá því að hún hafi verið sofandi í rúmi í umræddu herbergi, undir sæng, þegar hún hafi vaknað upp við það að einhver hafi verið að káfa á innanverðu læri hennar og rassi, innanklæða, undir sænginni Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur.Staðfesti Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms og mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 17. mars næstkomandi.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15