Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 15:35 Eva fékk nálgunarbann á manninn 18. september en hann hefur ítrekað brotið gegn því. Skjáskot „Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
„Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira