Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2017 00:01 Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa. Vísir/Getty „Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira