Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2017 11:00 Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum. Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum.
Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00