Fylgdu ekki hefðinni og felldu síðustu tillögu Hildar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/stefán Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira