Mikil fjölgun á brotum gagnvart erlendu launafólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. mars 2017 13:30 Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira