Mikil fjölgun á brotum gagnvart erlendu launafólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. mars 2017 13:30 Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að tölur Vinnumálastofnunar um fjölda erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði á Íslandi séu vanmetnar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að aldrei hafi jafn margir erlendir ríkisborgarar verið á íslenskum vinnumarkaði.Sjá: „Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn“ Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins.Aldrei hafa jafn margir erlandir launamenn verið á Íslandi.Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir marga falda þætti í þessu samhengi. Því séu tölur Vinnumálastofnunar að öllum líkindum vanmetnar. „Við teljum og höfum töluvert fyrir okkur í því að þessar tölur séu vanáætlaðar,“ segir hann. „Við vitum til þess að það er allnokkuð um það að hér séu erlendir starfsmenn á vegum erlendra verktakafyrirtækja og raunar í ferðaþjónustunni líka og síðan svokallaðir sjálfboðaliðar sem eru hvergi skráðir á vinnumarkað þannig að meira að segja þessar háu tölur Vinnumálastofnunar eru ekki í takt við þann veruleika sem við búum við.“ Hann segir að málum er varðar brot á réttindum erlends verkafólks fari verulega fjölgandi hér á landi. „Það er þannig að við höfum orðið vör við það, á vettvangi Alþýðusambandsins og okkar aðildarfélaga, að það fjölgar verulega þeim málum þar sem að komið hefur í ljós að erlent launafólk, einkum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, er ekki að njóta þeirra kjara og réttinda sem því ber.“ Halldór segir þetta eiga jafnt við um erlend og Íslensk fyrirtæki. Þá sé það algengt að fyrirtæki reyni að flytja inn þau launakjör sem þekkist í þeim löndum sem starfsfólkið kemur frá, einkum Austur-Evrópu, þar sem kjörin eru mun lakari en á Íslandi. „Síðan höfum við orðið vör við mikinn fjölda sem er að koma hér og starfa á vinnumarkaði, en eru kallaðir sjálfboðaliðar, þó að þeir séu í efnahagslegri starfsemi og ættu að taka laun í samræmi við það,“ segir Halldór.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent