Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn Snærós Sindradóttir skrifar 8. mars 2017 06:00 Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur komið hingað til lands í tengslum við verklegar framkvæmdir. vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira