Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 15:39 Hamarsá rennur undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar. Gautur hefur áhyggjur af brúnni haldi ef ekki fari að draga úr vatnavöxtum. Ingi Ragnarsson Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19
Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05
Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45