Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 15:39 Hamarsá rennur undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar. Gautur hefur áhyggjur af brúnni haldi ef ekki fari að draga úr vatnavöxtum. Ingi Ragnarsson Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19
Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05
Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45