Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2017 19:45 Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Tvær breytingar á útlendingalögum er stytta tíma stjórnvalda til að leysa úr málum barnafjölskyldna á flótta voru samþykktar í gær. Frestur til að ljúka málum í svokölluðu Dyflinnarferli er nú níu mánuðir í stað tólf mánaða en hjá öðrum er fresturinn fimmtán mánuðir í stað átján. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir ekki ljóst hvað breytingin muni hafa áhrif á marga en það fer meðal annars eftir málsmeðferðartíma stjórnvalda. „Ef þau klára ekki málin á þessum tíma aukast líkurnar verulega í ákveðnum tilvikum," segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Hanadi Muhamad Sbehat.Ein fjölskylda sem fellur utan laganna er frá Ísrael og kom hingað til lands fyrir tólf mánuðum. Þau eru arabar og hafa sætt ofsóknum þar í landi. „Af því að frændi mannsins míns drap mann, einhvern dreng úr annarri fjölskyldu, verður sú fjölskylda að drepa einhvern úr minni fjölskyldu, manninn minn, mig, börnin mín. Einhvern úr minni fjölskyldu," segir Hanadi Muhamad Sbehat. Þau komu til Íslands fyrir tólf mánuðum og hefur verið synjað um hæli hér á landi. Í dag mætti lögreglan í vinnuna til eiginmanns Hanadi, þar sem hann starfar sem kokkur, og tilkynnti honum að fjölskyldan yrði send úr landi eftir 14 daga. Drengirnir sem eru fimm og sex ára hafa verið í skóla á Íslandi á meðan mál þeirra er til meðferðar og skilja orðið töluvert í íslensku. Guðmundur Karl Karlsson.Vinur fjölskyldunnar ætlar að hrinda af stað söfnun til að kosta hópmálsókn hælisleitenda gegn dómsmálaráðuneytinu. Hann telur nauðsynlegt að meta mál barna sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hvort hagmunum þeirra sé best varið með efnislegri málsmeðferð. Hann telur núverandi fyrirkomulag brjóta gegn sáttmálanum. „Við viljum fara alla leið í Mannréttindadómstólinn ef þess þarf," segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur fjölskyldunnar. „Það liggur ekkert á milli hluta. Það er verið að brjóta á börnunum og við viljum sjá til þess að það verði ekki gert," segir hann.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira