Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 21:20 Bergur Elías Ágústsson, verkefnisstjóri PCC Seaview Residences ehf. Nýja hverfið sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent