Arnþrúður segir ásakanir Evrópunefndar setja sig í lífshættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri. Mynd/Útvarp Saga „Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
„Þarna eru rangar sakir bornar á Útvarp Sögu. Það er verið að saka okkur um hatursorðræðu gegn múslimum. Bara það eitt og sér setur okkur í alvarlega lífshættu. Ég lít svo á,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, um skýrslu ECRI, nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Í skýrslunni segir meðal annars að ECRI sé kunnugt um Útvarp Sögu sem „dreifi hatursorðræðu“ sem beint sé að innflytjendum, múslimum og hinsegin fólki. „Þessi skýrsla er óundirrituð. Það er eins og það sé enginn ábyrgðarmaður fyrir þeim fullyrðingum sem þarna koma fram,“ segir Arnþrúður. Þá segir hún ásakanir ECRI alvarlegar og gagnrýnir að útvarpsstöðin hafi ekki fengið möguleika á að svara þeim. „Þetta finnst mér koma úr hörðustu átt, frá nefnd sem vinnur undir merkjum mannréttinda og byrjar á því að brjóta á mannréttindum þeirra sem fjallað er um,“ segir Arnþrúður enn fremur. Þá segir hún sláandi að nefnd á vegum Evrópuráðsins „sé á fleygiferð að skipta sér af innanríkismálum á Íslandi, reyna að hafa áhrif á hegningarlög landsins og stjórnsýslu“. Arnþrúður segir að á sama tíma og Íslendingar haldi að þeir séu að kjósa alþingismenn sem ráði allri löggjöf á landinu komi nefnd frá Evrópuráðinu aftan að þeim með óundirritað plagg sem í hennar huga sé eins og hver annar ruslpóstur. „Þeir komu hingað einhvern tímann í fyrra og ég sé ekki betur en að þeir hafi leitað uppi nafnleysingja sem hafi viljað koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti,“ segir hún enn fremur og bætir því við að skýrslan sé vel til þess fallin að stórskaða fólk í víðu samhengi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Nefnd Evrópuráðsins segir boðskap Útvarps Sögu og Omega hatur Nefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi segir efni Omega og Útvarps Sögu hatursorðræðu. Ummæli Íslendinga á netinu, þingmanns Sjálfstæðisflokks og borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina eru gagnrýnd í nýrri skýrslu. 3. mars 2017 07:00