KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 17:31 Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki ánægður með ummæli Frosta um konur í tónlist. Vísir/Stefán/Ólöf/Stefán KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“ Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“
Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög