KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 17:31 Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki ánægður með ummæli Frosta um konur í tónlist. Vísir/Stefán/Ólöf/Stefán KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“ Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“
Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16