Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. nordicphotos/Getty Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira