Ólafur Ólafsson notaði verk Hrings í leyfisleysi Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2017 11:12 Þorri ætlar að gjaldið sem Ólafi verði gert að greiða verði ekki til að setja hann á hausinn -- það sé fyrst og fremst til marks um að myndlist er ekki verðlaus menningarafurð. Ávarp Ólafs Ólafssonar fésýslumanns sem hann birti áður en hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 17. þessa mánaðar, sem vakti verulega athygli. Bak við Ólaf má sjá mikið málverk. Þetta verk ef eftir Hring Jóhannesson, sem telst einn af meisturum hins íslenska málverks. Ólafur hafði ekki fyrir því að fá leyfi hjá erfingjum Hrings fyrir notkun verksins, en ekki margir gera sér grein fyrir því að um myndlist gengnir sama máli og tónlist; þó fólk eigi myndlistarverk á það ekki sjálfan höfundarréttinn né heldur sæmdarrétt. Myndstef, sem annast slík réttindi fyrir félagsmenn sína, er nú að skrifa bréf til Ólaf Ólafssonar þar sem honum verður gerð grein fyrir þessu.Eins og sjá má var verk Hrings í lykilhlutverki sem leiktjöld þá er Ólafur flutti ávarp sitt.„Þetta er vissulega verk eftir Hring Jóhannesson, sem er höfundaréttarvarið,“ segir Aðalheiður Dögg Finnsd. Helland framkvæmdastjóri Myndstefs.Ólafur bað ekki um leyfiAðalheiður Dögg segir að samkvæmt höfundaréttarlögum hefðu ábyrgðarmenn vefsíðunnar söluferli.is þurft að óska eftir leyfi fyrir þessari birtingu og greiða höfundaréttargreiðslu þar sem þau eru frum-birtingaraðili. „Aðrir miðlar sem birtu myndbandið, brot úr því eða skjáskot eru undanþegin höfundaréttargreiðslu samkvæmt undanþáguákvæðis í höfundaréttarlögum (þar sem um flutning frétta er um að ræða).“ Aðalheiður segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en það getur Þorri Hringsson, sonur listamannsins. Hann segir að málið sé í ferli. „Þetta er skammt á veg komið. Það þarf að byrja á því að senda aðstandendum þessarar síðu tilkynningu eða kröfu,“ segir Þorri. Hann segir það hlutverk Myndstefs að sjá til þess að höfundar og/eða erfingjar höfundarréttar fái sín myndstef. Í þessu tilfelli var ekki beðið um leyfi, hvorki með það fyrir augum að að greiða fyrir birtinguna né að slík birting væri gjaldfrjáls og þá verði að fara þessa leið.Myndlist ekki verðlaus menningarafurðÞorri ætlar að þetta hafi verið gert í ógáti, enda sé ríkjandi meðvitundarleysi um myndlist sem gjaldskylda menningarafurð; menn átta sig ekki á því að það gilda sömu lögmál um þetta og tónlist.Þorri Hringsson segir þetta ekki í neinum illindum gert gagnvart Ólafi.„Ég held að menn átti sig á því að ekki er hægt hægt að nota hvaða tónlist sem er við hvaða tækifæri sem er. En, þetta mun ekki setja ólaf á hausinn, það er fyrst og fremst þessi táknræna viðurkenning á því að myndlist er ekki verðlaus menningarafurð. Menn geta ekki gert hvað sem er – hvernig sem er. Þó menn eigi verkið eiga þeir ekki höfundarréttinn. Og mega ekki gera hvað sem er, hvorki höfundar- né sæmdarréttinn.“Ekki í illindum eða vonsku út í manninnÞegar Þorri er spurður hvernig honum hafi orðið við þegar Ólafur birtist og í baksýn blasti við verk eftir föður hans þá segir hann að honum hafi þótt þetta kómískt. Hann hefur nú hugsað um þetta alllengi, en ýmsir hafi haft samband við sig og spurt einmitt þessarar spurningar, hvort leyfi væri fyrir hendi. En, hann og systkini hans komu af fjöllum. „Þetta eru auðvitað engar upphæðir, þetta verður ekki þúfan sem veltir fjallinu Ólafi Ólafssyni. Ef hann hefði beðið um leyfi þá veit ég ekki hver gjaldskráin hjá Myndstef er, en það er ekki mikið. Þar er miðað við hversu lengi og hversu stór hluti verksins sést. En, það er ekki ætlun okkar að vera með einhver harðindi, Myndstef vinnur þessa vinnu. Og þetta er ekki í neinum illindum eða vonsku út í manninn. Þetta er ekki persónulegt. Alls ekki. Það hefði ekki skipt neinu máli hver hefði átt í hlut,“ segir Þorri Hringsson. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Ávarp Ólafs Ólafssonar fésýslumanns sem hann birti áður en hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 17. þessa mánaðar, sem vakti verulega athygli. Bak við Ólaf má sjá mikið málverk. Þetta verk ef eftir Hring Jóhannesson, sem telst einn af meisturum hins íslenska málverks. Ólafur hafði ekki fyrir því að fá leyfi hjá erfingjum Hrings fyrir notkun verksins, en ekki margir gera sér grein fyrir því að um myndlist gengnir sama máli og tónlist; þó fólk eigi myndlistarverk á það ekki sjálfan höfundarréttinn né heldur sæmdarrétt. Myndstef, sem annast slík réttindi fyrir félagsmenn sína, er nú að skrifa bréf til Ólaf Ólafssonar þar sem honum verður gerð grein fyrir þessu.Eins og sjá má var verk Hrings í lykilhlutverki sem leiktjöld þá er Ólafur flutti ávarp sitt.„Þetta er vissulega verk eftir Hring Jóhannesson, sem er höfundaréttarvarið,“ segir Aðalheiður Dögg Finnsd. Helland framkvæmdastjóri Myndstefs.Ólafur bað ekki um leyfiAðalheiður Dögg segir að samkvæmt höfundaréttarlögum hefðu ábyrgðarmenn vefsíðunnar söluferli.is þurft að óska eftir leyfi fyrir þessari birtingu og greiða höfundaréttargreiðslu þar sem þau eru frum-birtingaraðili. „Aðrir miðlar sem birtu myndbandið, brot úr því eða skjáskot eru undanþegin höfundaréttargreiðslu samkvæmt undanþáguákvæðis í höfundaréttarlögum (þar sem um flutning frétta er um að ræða).“ Aðalheiður segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en það getur Þorri Hringsson, sonur listamannsins. Hann segir að málið sé í ferli. „Þetta er skammt á veg komið. Það þarf að byrja á því að senda aðstandendum þessarar síðu tilkynningu eða kröfu,“ segir Þorri. Hann segir það hlutverk Myndstefs að sjá til þess að höfundar og/eða erfingjar höfundarréttar fái sín myndstef. Í þessu tilfelli var ekki beðið um leyfi, hvorki með það fyrir augum að að greiða fyrir birtinguna né að slík birting væri gjaldfrjáls og þá verði að fara þessa leið.Myndlist ekki verðlaus menningarafurðÞorri ætlar að þetta hafi verið gert í ógáti, enda sé ríkjandi meðvitundarleysi um myndlist sem gjaldskylda menningarafurð; menn átta sig ekki á því að það gilda sömu lögmál um þetta og tónlist.Þorri Hringsson segir þetta ekki í neinum illindum gert gagnvart Ólafi.„Ég held að menn átti sig á því að ekki er hægt hægt að nota hvaða tónlist sem er við hvaða tækifæri sem er. En, þetta mun ekki setja ólaf á hausinn, það er fyrst og fremst þessi táknræna viðurkenning á því að myndlist er ekki verðlaus menningarafurð. Menn geta ekki gert hvað sem er – hvernig sem er. Þó menn eigi verkið eiga þeir ekki höfundarréttinn. Og mega ekki gera hvað sem er, hvorki höfundar- né sæmdarréttinn.“Ekki í illindum eða vonsku út í manninnÞegar Þorri er spurður hvernig honum hafi orðið við þegar Ólafur birtist og í baksýn blasti við verk eftir föður hans þá segir hann að honum hafi þótt þetta kómískt. Hann hefur nú hugsað um þetta alllengi, en ýmsir hafi haft samband við sig og spurt einmitt þessarar spurningar, hvort leyfi væri fyrir hendi. En, hann og systkini hans komu af fjöllum. „Þetta eru auðvitað engar upphæðir, þetta verður ekki þúfan sem veltir fjallinu Ólafi Ólafssyni. Ef hann hefði beðið um leyfi þá veit ég ekki hver gjaldskráin hjá Myndstef er, en það er ekki mikið. Þar er miðað við hversu lengi og hversu stór hluti verksins sést. En, það er ekki ætlun okkar að vera með einhver harðindi, Myndstef vinnur þessa vinnu. Og þetta er ekki í neinum illindum eða vonsku út í manninn. Þetta er ekki persónulegt. Alls ekki. Það hefði ekki skipt neinu máli hver hefði átt í hlut,“ segir Þorri Hringsson.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira