Eyjólfur hjá föður sínum í Danmörku til frambúðar Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2017 15:23 Faðir Eyjólfs er nú kominn með forræði yfir drengnum sem er fluttur til hans út til Danmerkur. Móðir hans flúði með hann til Íslands á sínum tíma. Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur sem til stóð að komið yrði fyrir hjá vandalausum úti í Noregi, hefur nú fengið fastan samastað hjá föður sínum, sem býr úti í Danmörku. Faðirinn, Sigurjón Elías, hefur fengið fullt forræði yfir syni sínum og mun hann búa hjá honum. En, lengi stóð til að norsk yfirvöld fengju forræðið.Enn að ná áttum eftir gleðitíðindin Vísir greindi ítarlega frá málinu á sínum tíma en norsk barnayfirvöld ætluðu að koma drengnum fyrir hjá fósturforeldrum, sem svo leiddi til þess að móðuramma Eyjólfs og móðir flúðu til Íslands í örvæntingu sinni. Föðuramma Eyjólfs, Guðný Helga Þórhallsdóttir greinir vinum sínum frá því að málið hafi verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barnaverndarstofu og þessi hafi orðið niðurstaðan. DV gerði sér mat úr Facebookfærslu Guðnýjar í morgun en Vísir ræddi við hana nú fyrir skömmu. Guðný segir þetta sannkölluð gleðitíðindi. „Þetta er magnað. þetta hefur verið svo mikið mál og það hefur reynt mjög á fjölskylduna en nú er þessi óvissa að baki,“ segir Guðný Helga.Niðurstaða sem allir óskuðu sér Hún segist vera að reyna að ná áttum. „Þetta hefur verið þannig að maður hefur ekki haft mikla trú á að þetta myndi enda svona vel. Maður heldur þó alltaf í vonina. En, eins og hefur komið fram voru foreldrarnir ekki með sameiginlegt forræði. Að þurfa að berjast fyrir þessu svona í staðinn fyrir að hann fengi að fara beint til pabba síns.“ Guðný Helga segir dásamlegt hversu einhuga þjóðin var og viðbrögðin í dag hafa verið mikil og ánægjuleg. Úr því sem komið var var þetta niðurstaðan sem allir óskuðu sér. „Þetta átti aldrei að vera nein spurning, átti aldrei að taka svona langan tíma.“Drengurinn er algjör gullmoli Svo virðist vera sem hin norska barnavernd hafi verið býsna hörð í horn að taka þó Guðný Helga vilji alls ekki fordæma hana. Hún fór með Eyjólf litla, sem verður sex ára núna í júní, til föður síns í mars og þá fékk hann að vera þar í einhvern tíma. Í aðlögun. „Og svo fór hann aftur núna, og þá varð hann bara eftir. Í staðinn fyrir að vera bara á fósturheimili. Sem betur fer. Þetta er dásamlegt. Ég er enn að melta að þetta sé komið í höfn. Það er bara svoleiðis. Ég var að tala við þá feðga áðan. Svaka fjör í Danmörku. Gott veður og litli guttinn að hlaupa út í sjó og leika sér. Á ströndinni. Drengurinn er algjört æði, algjör gullmoli,“ segir amma Eyjólfs, Guðný Helga, himinlifandi með farsælar lyktir þessa erfiða máls. Tengdar fréttir Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur sem til stóð að komið yrði fyrir hjá vandalausum úti í Noregi, hefur nú fengið fastan samastað hjá föður sínum, sem býr úti í Danmörku. Faðirinn, Sigurjón Elías, hefur fengið fullt forræði yfir syni sínum og mun hann búa hjá honum. En, lengi stóð til að norsk yfirvöld fengju forræðið.Enn að ná áttum eftir gleðitíðindin Vísir greindi ítarlega frá málinu á sínum tíma en norsk barnayfirvöld ætluðu að koma drengnum fyrir hjá fósturforeldrum, sem svo leiddi til þess að móðuramma Eyjólfs og móðir flúðu til Íslands í örvæntingu sinni. Föðuramma Eyjólfs, Guðný Helga Þórhallsdóttir greinir vinum sínum frá því að málið hafi verið í vinnslu hjá barnavernd Noregs og Barnaverndarstofu og þessi hafi orðið niðurstaðan. DV gerði sér mat úr Facebookfærslu Guðnýjar í morgun en Vísir ræddi við hana nú fyrir skömmu. Guðný segir þetta sannkölluð gleðitíðindi. „Þetta er magnað. þetta hefur verið svo mikið mál og það hefur reynt mjög á fjölskylduna en nú er þessi óvissa að baki,“ segir Guðný Helga.Niðurstaða sem allir óskuðu sér Hún segist vera að reyna að ná áttum. „Þetta hefur verið þannig að maður hefur ekki haft mikla trú á að þetta myndi enda svona vel. Maður heldur þó alltaf í vonina. En, eins og hefur komið fram voru foreldrarnir ekki með sameiginlegt forræði. Að þurfa að berjast fyrir þessu svona í staðinn fyrir að hann fengi að fara beint til pabba síns.“ Guðný Helga segir dásamlegt hversu einhuga þjóðin var og viðbrögðin í dag hafa verið mikil og ánægjuleg. Úr því sem komið var var þetta niðurstaðan sem allir óskuðu sér. „Þetta átti aldrei að vera nein spurning, átti aldrei að taka svona langan tíma.“Drengurinn er algjör gullmoli Svo virðist vera sem hin norska barnavernd hafi verið býsna hörð í horn að taka þó Guðný Helga vilji alls ekki fordæma hana. Hún fór með Eyjólf litla, sem verður sex ára núna í júní, til föður síns í mars og þá fékk hann að vera þar í einhvern tíma. Í aðlögun. „Og svo fór hann aftur núna, og þá varð hann bara eftir. Í staðinn fyrir að vera bara á fósturheimili. Sem betur fer. Þetta er dásamlegt. Ég er enn að melta að þetta sé komið í höfn. Það er bara svoleiðis. Ég var að tala við þá feðga áðan. Svaka fjör í Danmörku. Gott veður og litli guttinn að hlaupa út í sjó og leika sér. Á ströndinni. Drengurinn er algjört æði, algjör gullmoli,“ segir amma Eyjólfs, Guðný Helga, himinlifandi með farsælar lyktir þessa erfiða máls.
Tengdar fréttir Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. 9. nóvember 2016 19:41
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Móðir Eyjólfs í skýjunum með að hann verði áfram á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að brosa“ Norsk barnayfirvöld hafa fært málið alfarið til Íslands. 13. desember 2016 10:52
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24