Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur ásamt móður sinni Elvu Christinu. vísir/anton brink Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00