Óraði ekki fyrir vinsældum Fidget-Spinner Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. maí 2017 19:00 Vinsældir Fidget-Spinner eða þyrilskífunnar hafa náð nýjum hæðum hér á landi og hefur hver sendingin á fætur annarri selst upp hjá innflytjendum. Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna óraði ekki fyrir vinsældunum þegar ákveðið var að flytja þetta inn. Íslendingar eru fljótir að hoppa á vagninn þegar vinsældarbylgjur fara í gegnum heimsbyggðina. Fidget Spinner eða þyrilskífa er sú nýjasta og vinsælasta tækið á Íslandi í dag. Leikfangið er einnig þekkt undir öðrum nöfnum eins og þyrilsnælda, þeytispjald og fiktisnælda. ADHD samtökin hófu innflutning á tækinu til fjáröflunar í febrúar og komu vinsældir þess framkvæmdastjóranum í opna skjöldu. „Þetta er auðvitað eins og með svo margt annað. Við Íslendingar tökum flesta hluti ef ekki alla með trompi. Þetta kemur fyrst og síðast í gegnum krakkana. Ein fær og annar þarf og svo framvegis, en þetta kom okkur satt að segja mjög á óvart hversu ofboðsleg sprengja varð,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. ADHD samtökin hafa um nokkra hríð selt svokallað fiktkubba og önnur tæki en öll hafa þau reynst einstaklingum með ADHD greiningu vel. „Þetta hjálpar líka til við einbeitinguna. Við höfum séð einmitt einstaklinga í okkar hópi sem þurfa að hafa mörg járn í eldinum á sama tíma, það eykur einbeitinguna,“ segir Þröstur. Þröstur segir að flestir ef ekki allir hafi einhver fiktþörf, sama hvað þeir hafi fyrir stafni „Sjáðu menn og konur á fundum með pennana eða eitthvað til að fikta í. Já, við höfum öll fiktþörf. Mismikla,“ segir Þröstur. Og Þröstur segir að þróun sé í þessum efnum eins og öðrum. „Það er geggjuð þróun í þessu og það eru bæði útlit og litir og allskonar mynstur en svo hafa menn verið að taka í staðinn fyrir legurnar í örmunum að þá er búið að koma fyrir LED-ljósum, það er ofboðslega flott,“ segir Þröstur.Ertu góður í þessu?„Nei, ég er það ekki. Ekki miðað við guttana sem að ég hef verið að sjá sem að eru með sitthvorri hönd og flippa á milli, þá er ég skussi,“ segir Þröstur. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Vinsældir Fidget-Spinner eða þyrilskífunnar hafa náð nýjum hæðum hér á landi og hefur hver sendingin á fætur annarri selst upp hjá innflytjendum. Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna óraði ekki fyrir vinsældunum þegar ákveðið var að flytja þetta inn. Íslendingar eru fljótir að hoppa á vagninn þegar vinsældarbylgjur fara í gegnum heimsbyggðina. Fidget Spinner eða þyrilskífa er sú nýjasta og vinsælasta tækið á Íslandi í dag. Leikfangið er einnig þekkt undir öðrum nöfnum eins og þyrilsnælda, þeytispjald og fiktisnælda. ADHD samtökin hófu innflutning á tækinu til fjáröflunar í febrúar og komu vinsældir þess framkvæmdastjóranum í opna skjöldu. „Þetta er auðvitað eins og með svo margt annað. Við Íslendingar tökum flesta hluti ef ekki alla með trompi. Þetta kemur fyrst og síðast í gegnum krakkana. Ein fær og annar þarf og svo framvegis, en þetta kom okkur satt að segja mjög á óvart hversu ofboðsleg sprengja varð,“ segir Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. ADHD samtökin hafa um nokkra hríð selt svokallað fiktkubba og önnur tæki en öll hafa þau reynst einstaklingum með ADHD greiningu vel. „Þetta hjálpar líka til við einbeitinguna. Við höfum séð einmitt einstaklinga í okkar hópi sem þurfa að hafa mörg járn í eldinum á sama tíma, það eykur einbeitinguna,“ segir Þröstur. Þröstur segir að flestir ef ekki allir hafi einhver fiktþörf, sama hvað þeir hafi fyrir stafni „Sjáðu menn og konur á fundum með pennana eða eitthvað til að fikta í. Já, við höfum öll fiktþörf. Mismikla,“ segir Þröstur. Og Þröstur segir að þróun sé í þessum efnum eins og öðrum. „Það er geggjuð þróun í þessu og það eru bæði útlit og litir og allskonar mynstur en svo hafa menn verið að taka í staðinn fyrir legurnar í örmunum að þá er búið að koma fyrir LED-ljósum, það er ofboðslega flott,“ segir Þröstur.Ertu góður í þessu?„Nei, ég er það ekki. Ekki miðað við guttana sem að ég hef verið að sjá sem að eru með sitthvorri hönd og flippa á milli, þá er ég skussi,“ segir Þröstur.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira