Græni penninn er aldrei langt undan Guðný Hrönn skrifar 12. október 2017 09:30 Vala Matt segir græna pennann, sem margir kannast við, vera henni ómissandi. vísir/ernir Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira