Græni penninn er aldrei langt undan Guðný Hrönn skrifar 12. október 2017 09:30 Vala Matt segir græna pennann, sem margir kannast við, vera henni ómissandi. vísir/ernir Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“ Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira
Sjónvarpskonan Valgerður Matthíasdóttir, alltaf kölluð Vala Matt, er nánast alltaf með grænan penna í hendinni þegar hún sést á sjónvarpsskjánum. Penninn er fyrir löngu orðinn henni ómissandi en hún segir hann veita sér öryggistilfinningu. „Þetta byrjar líklega með því, eitthvað sem ég fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég sá alltaf pabba minn með svona grænan penna. En hann var kennari og skólastjóri. Hann notaði aldrei neina aðra tegund,“ segir Vala Matt sem reiknar með að þetta sé ein aðalástæða þess að græni penninn er í miklu uppáhaldi. Síðan Vala Matt fór að sjást fyrst á sjónvarpsskjánum hefur græni penninn alltaf verið við höndina. Hún segir hann hafa verið sér ómissandi í beinum útsendingum til dæmis. „Þegar ég var að byrja á Stöð 2 var ég í beinni útsendingu fimm kvöld í röð, því fylgdi mikið álag. Og þá fannst mér mikilvægt að hafa pennann hjá mér til að hripa niður punkta í auglýsingahléi eða á milli atriða. Að halda í pennann er bara einhvern veginn róandi.“ Eftir að Vala fór að nota græna pennann hefur hún ekki getað hugsað sér að nota aðra penna.„Mér finnst alveg rosalega gott að skrifa með honum. Það er enginn annar sem kemur til greina, mér finnst skriftin mín passa vel við blekið.“ „En svo er þetta orðið dálítið mikill kækur. Ég fer til dæmis ekki í ljósmyndatökur, á fundi eða einhvers konar upptökur nema að hafa pennann við höndina,“ segir hún og hlær. „Þetta er einhver öryggistilfinning sem fylgir því að halda á pennanum. Og meira að segja þegar ég veit að ég á von á símtali þá rýk ég til og gríp pennann, til að hafa á meðan ég er að spjalla.“ Penninn núllstillirVala er mikill reynslubolti þegar kemur að því að vera fyrir framan sjónvarpsupptökuvél og kann öll trixin í bókinni. Hún hefur stundum gripið til þess ráðs að láta óörugga viðmælendur í sjónvarpi fá penna í hönd. „Þegar ég hef fengið viðmælanda sem er kannski stressaður og veit ekki alveg hvernig hann á að vera þá hef ég látið hann fá penna eða kannski blað, það núllstillir mann.“ Vala er svo ein þeirra sem notast við dagbók til að skrifa hjá sér minnispunkta og önnur atriði og þá kemur græni penninn sér vel. „Ég er nefnilega fræg fyrir að vera með þyngstu dagbók sem um getur í töskunni minni. Ég er með iPhone og get sett minnispunkta inn í hann og sömuleiðis létta tölvu en mér finnst bara ofsalega gaman að koma við pappír. Og ég er iðulega með úrklippur í dagbókinni og ríf gjarnan úr tímaritum myndir sem veita mér innblástur. Dagbókin þyngir vissulega töskuna en ég legg það á mig frekar en að sleppa henni.“
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Sjá meira