Framsóknarflokkurinn mælist með 9,6 prósent fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna sem gerð var dagana 23. til 27. október. Er það um þremur prósentum meira fylgi en flokkurinn mældist með í könnun Fréttablaðsins í gær og um prósenti meira fylgi en Framsókn mældist með í könnun Félagsvísindastofnunar í Morgunblaðinu í morgun.
Fylgi annarra flokka í könnun Zenter rannsókna er svo á nokkuð svipuðu róli og í öðrum könnunum undanfarna daga. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 22,5 prósent og Vingstri græn með 19,6 prósent en ekki er marktækur munur á milli flokkanna.
Samfylkingin mælist með 14,7 prósent fylgi og Miðflokkurinn með 10,2 prósent. Framsóknarflokkurinn og Píratar mælast svo báðir með 9,6 prósent. Viðreisn mælist með 7,1 prósent, Flokkur fólksins með 4,3 prósent og Björt framtíð með 1,9 prósent. Alþýðufylkingin mælist síðan með 0,4 prósent og Dögun með 0,3 prósent.
Framsókn með tæp 10 prósent í nýrri könnun

Tengdar fréttir

Telur að stóru kosningaloforðin muni gera flokkunum erfiðara fyrir að ná saman í ríkisstjórn
Leiðtogaumræður fyrir komandi þingkosningar fóru fram í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.

Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar
Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis.

Framsókn úti á höfuðborgarsvæðinu
Útlit er fyrir að Framsóknarflokkurinn nái ekki inn manni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnun fréttastofu. Viðreisn missir báða sína þingmenn á landsbyggðinni.