Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 19:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30