Ástandið á Flúðum unga fólkinu að kenna Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. ágúst 2017 20:38 Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta og hafði lögregla allnokkur afskipti af ósjálfbjarga einstaklingum sem og einstaklingum í annarlegu ástandi. Vísir/Jóhann K. Mikið annríki hefur verið hjá lögreglu á Suðurlandi um helgina en ástandið hefur verið einna verst á tjaldsvæðinu á Flúðum. Fjöldi fíkniefna- og ofbeldismála hafa komið upp síðustu daga og þá blasti gríðarlegt rusl við mönnum á öðru tjaldsvæðinu í dag. Lögreglumenn hafa ítrekað þurft að stilla til friðar og fyrirbyggja að upp úr sjóði milli gesta og þá þykir mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldsvæðinu. Hreinsun og gæsla á svæðinu um helgina hefur verið harðlega gagnrýnd. „Þegar maður kemur á þessa hlið, þar er allt í rugli. Ef þú ferð hjá kamrinum þá var fólk liggjandi þarna ælandi,“ segir Ragnar Þór Axelsson, gestur á tjaldsvæðinu. Hann segist einnig hafa orðið var við ofbeldi um helgina. „Ég varð var við að manneskja datt á tjaldið mitt. Og þegar ég labbaði þarna út þá voru bara einhver hópslagsmál í gangi.“ Ragnar segir gæslu á svæðinu þó hafa verið mjög góða.Gunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið.Skjáskot/Stöð 2Einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að þurfi að kalla á sérsveitinaGunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið, segir gæsluna einnig hafa verið mjög góða en alltaf megi gera betur. „Þarna eru fjöldi unglinga eða ungt fólk á svæðinu, alla jafna leyfum við ekki ungt fólk hér á tjaldstæðinu, við erum með 23 ára aldurstakmark, en utan þessa einu helgi erum við með það á sérsvæði. En það er álitamál hversu skynsamlegt það er og eins er líka einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að það þurfi liggur við að kalla á sérsveitina.“ Gunnlaugur segir mest um barnafólk á ákveðnum hluta tjaldstæðisins en ungt fólk haldi til á öðrum hluta þess. Þar hafi því miður komið upp leiðinleg mál nú yfir helgina. Aðspurður hvor bæta eigi við gæslu þessa einu nótt sem eftir er af verslunarmannahelginni segist Gunnlaugur tilbúinn í slaginn. „Við erum mjög vel mönnuð fyrir það. Þetta á ekki að vera neitt vandamál,“ en töluvert hefur fækkað á tjaldsvæðinu í dag.Mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi Þá þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar eldur kom upp í tengikassa og náði út í hjólhýsi sem stóð þar nærri. „Okkur var svolítið brugðið, skiljanlega, en þetta var ekki endirinn á fríinu sem við höfðum planaðan,“ segir Birgir Bjarnfinnsson, eigandi hjólhýsisins sem um ræðir. Hann segir nágranna hafa byrjað að slökkva eldinn með handklæðum, byrjað að hrópa og berja hjólhýsið að utan.Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi.Skjáskot/Stöð 2En hvernig varð ykkur við þegar þið sáuð aðstæður?„Þetta var ekkert heillandi. Þetta leit ekki mjög vel út og svo tók það okkur töluverðan tíma að komast hér í rafmagnskassa til að slá út rafmagnið til að tryggja öryggi. En það hafðist á endanum með góðri hjálp.“Talsvert fækkað eftir líkamsárásir og fíkniefnamál Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi, hefur verið við störf á svæðinu um helgina.Hefur ástandið verið jafn slæmt og því er lýst?„Já, það var auðvitað erill hér síðastliðna nótt og undir morgun. Gríðarlega margt hér á tjaldsvæðunum og mikil ölvun. Það fylgir því auðvitað alls konar verkefni hjá lögreglu en það hefur fækkað talsvert hér í dag og mér sýnist þetta allt fara vel af stað þetta kvöldið,“ segir Grímur.Hver eru alvarlegustu málin sem komið hafa upp um helgina?„Það hafa komið hér upp nokkur líkamsárásarmál og talsvert af fíkniefnamálum. Það er auðvitað ekki gott þegar við erum að tala um líkamsárásir.“ Þá nefnir Grímur eitt umfangsmikið fíkniefnamál en þar er talið að um hafi verið að ræða skammta ætlaða til sölu og dreifingar á svæðinu. Hann segir enn fremur gæslu ekki hafa verið ábótavant, á svæðinu hafi verið talsvert meira af ungu fólki en búist var við. Tengdar fréttir Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17 Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12 Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41 Látunum að linna á Flúðum Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta. 6. ágúst 2017 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mikið annríki hefur verið hjá lögreglu á Suðurlandi um helgina en ástandið hefur verið einna verst á tjaldsvæðinu á Flúðum. Fjöldi fíkniefna- og ofbeldismála hafa komið upp síðustu daga og þá blasti gríðarlegt rusl við mönnum á öðru tjaldsvæðinu í dag. Lögreglumenn hafa ítrekað þurft að stilla til friðar og fyrirbyggja að upp úr sjóði milli gesta og þá þykir mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldsvæðinu. Hreinsun og gæsla á svæðinu um helgina hefur verið harðlega gagnrýnd. „Þegar maður kemur á þessa hlið, þar er allt í rugli. Ef þú ferð hjá kamrinum þá var fólk liggjandi þarna ælandi,“ segir Ragnar Þór Axelsson, gestur á tjaldsvæðinu. Hann segist einnig hafa orðið var við ofbeldi um helgina. „Ég varð var við að manneskja datt á tjaldið mitt. Og þegar ég labbaði þarna út þá voru bara einhver hópslagsmál í gangi.“ Ragnar segir gæslu á svæðinu þó hafa verið mjög góða.Gunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið.Skjáskot/Stöð 2Einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að þurfi að kalla á sérsveitinaGunnlaugur Karlsson, stjórnarmaður í félagi um tjaldsvæðið, segir gæsluna einnig hafa verið mjög góða en alltaf megi gera betur. „Þarna eru fjöldi unglinga eða ungt fólk á svæðinu, alla jafna leyfum við ekki ungt fólk hér á tjaldstæðinu, við erum með 23 ára aldurstakmark, en utan þessa einu helgi erum við með það á sérsvæði. En það er álitamál hversu skynsamlegt það er og eins er líka einkennilegt að ungt fólk geti ekki komið saman án þess að það þurfi liggur við að kalla á sérsveitina.“ Gunnlaugur segir mest um barnafólk á ákveðnum hluta tjaldstæðisins en ungt fólk haldi til á öðrum hluta þess. Þar hafi því miður komið upp leiðinleg mál nú yfir helgina. Aðspurður hvor bæta eigi við gæslu þessa einu nótt sem eftir er af verslunarmannahelginni segist Gunnlaugur tilbúinn í slaginn. „Við erum mjög vel mönnuð fyrir það. Þetta á ekki að vera neitt vandamál,“ en töluvert hefur fækkað á tjaldsvæðinu í dag.Mildi að ekki fór verr þegar eldur kom upp í hjólhýsi Þá þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar eldur kom upp í tengikassa og náði út í hjólhýsi sem stóð þar nærri. „Okkur var svolítið brugðið, skiljanlega, en þetta var ekki endirinn á fríinu sem við höfðum planaðan,“ segir Birgir Bjarnfinnsson, eigandi hjólhýsisins sem um ræðir. Hann segir nágranna hafa byrjað að slökkva eldinn með handklæðum, byrjað að hrópa og berja hjólhýsið að utan.Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi.Skjáskot/Stöð 2En hvernig varð ykkur við þegar þið sáuð aðstæður?„Þetta var ekkert heillandi. Þetta leit ekki mjög vel út og svo tók það okkur töluverðan tíma að komast hér í rafmagnskassa til að slá út rafmagnið til að tryggja öryggi. En það hafðist á endanum með góðri hjálp.“Talsvert fækkað eftir líkamsárásir og fíkniefnamál Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjóra á Suðurlandi, hefur verið við störf á svæðinu um helgina.Hefur ástandið verið jafn slæmt og því er lýst?„Já, það var auðvitað erill hér síðastliðna nótt og undir morgun. Gríðarlega margt hér á tjaldsvæðunum og mikil ölvun. Það fylgir því auðvitað alls konar verkefni hjá lögreglu en það hefur fækkað talsvert hér í dag og mér sýnist þetta allt fara vel af stað þetta kvöldið,“ segir Grímur.Hver eru alvarlegustu málin sem komið hafa upp um helgina?„Það hafa komið hér upp nokkur líkamsárásarmál og talsvert af fíkniefnamálum. Það er auðvitað ekki gott þegar við erum að tala um líkamsárásir.“ Þá nefnir Grímur eitt umfangsmikið fíkniefnamál en þar er talið að um hafi verið að ræða skammta ætlaða til sölu og dreifingar á svæðinu. Hann segir enn fremur gæslu ekki hafa verið ábótavant, á svæðinu hafi verið talsvert meira af ungu fólki en búist var við.
Tengdar fréttir Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17 Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12 Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41 Látunum að linna á Flúðum Ölvun og fíkniefnaneysla var áberandi meðal gesta. 6. ágúst 2017 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Fíkniefnamál á Flúðum Lögreglan þurfti að hafa hendur í hári fjölda ökumanna á Suðurlandi í nótt. 5. ágúst 2017 10:17
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna á Suðurlandi Mikið var um ölvun og notkun annarra vímuefna í gærkvöldi og í nótt samkvæmt Lögreglunni á Suðurlandi. Fjórir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglu. 6. ágúst 2017 09:12
Eldur kom upp í rafmagnstöflu á hjólhýsasvæði á Flúðum í nótt Vegfarandi sem átti leið um varð var við eldinn og sótti hann slökkvitæki og slökkti eldinn. 6. ágúst 2017 11:41