Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 11:15 Akranes á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur. Niðurstöðu er að vænta í dag um hvort báturinn geti létt undir með Eyjamönnum. Bæjarstjórinn og þingmaður úr Eyjum eru ósáttir við Samgöngustofu. vísir/anton brink Samgöngu- og sveitasjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því er lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu um úrskurðinn frá samgönguráðuneytinu.Sögðu ákvörðun Samgöngustofu brot á jafnræðis- og lögmætisreglu Samgöngustofa hafnaði beiðni Eimskips um að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst næstkomandi. Ferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en sótt var um tímabundið leyfi fyrir breytingu á siglingum. Eftir að beiðninni var hafnað sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stjórnsýslukæru vegna málsins til samgönguráðherra. „Í rökstuðningi sínum í kærunni segir Vestmannaeyjabær að ferjan Akranes hafi fengið tímabundna heimild Samgöngustofu til að flytja farþega milli Reykjavíkur og Akraness með ferjunni Akranesi. Hafsvæði á þeirri siglingaleið sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Telur Vestmannaeyjabær að gefa beri leyfi til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar með sömu rökum og skilyrðum og gildi um leyfi ferjunnar Akraness til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness. Ákvörðun Samgöngustofu um að synja umsókn Eimskips um umræddar siglingar sé brot á jafnræðisreglu, lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga,” segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Samgöngustofa hafi meðal annars hafnað beiðni Eimskips af þeirri ástæðu að ekki lægi fyrir að skipið uppfyllti reglur um háhraðafarþegaför. Þá kom fram í rökstuðningi Samgöngustofu að ekki hafi verið forsendur til að víkka tilraunaverkefniðSamgöngustofa sýndi ekki fram á nægilegan aðstæðumun á siglingaleiðumSamgönguráðuneytið segir Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli lands og Eyja séu aðrar en þær á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem þegar hafi verið veitt tímabundin heimild til siglinga Akraness á áðurgreindri leið sé ekki hægt að réttlæta synjun um siglingar á Þjóðhátíð. „Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C,“ segir í úrskurði samgönguráðuneytisins. „Það eitt að álag sé í hámarki á tilgreindu tímabili og að um sé að ræða stærstu ferðahelgi ársins þar sem ætla megi að mikill þrýstingur sé á skipstjórnarmenn að halda áætlun séu ekki sjónarmið sem áhrif geti haft á niðurstöðu málsins enda sé öllum viðeigandi öryggiskröfum fullnægt.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Samgöngu- og sveitasjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Því er lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi, segir í tilkynningu um úrskurðinn frá samgönguráðuneytinu.Sögðu ákvörðun Samgöngustofu brot á jafnræðis- og lögmætisreglu Samgöngustofa hafnaði beiðni Eimskips um að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina, 4.-7. ágúst næstkomandi. Ferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en sótt var um tímabundið leyfi fyrir breytingu á siglingum. Eftir að beiðninni var hafnað sendi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, stjórnsýslukæru vegna málsins til samgönguráðherra. „Í rökstuðningi sínum í kærunni segir Vestmannaeyjabær að ferjan Akranes hafi fengið tímabundna heimild Samgöngustofu til að flytja farþega milli Reykjavíkur og Akraness með ferjunni Akranesi. Hafsvæði á þeirri siglingaleið sé flokkað sem hafsvæði C og hafsvæðið milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja sé einnig hafsvæði C. Telur Vestmannaeyjabær að gefa beri leyfi til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar með sömu rökum og skilyrðum og gildi um leyfi ferjunnar Akraness til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness. Ákvörðun Samgöngustofu um að synja umsókn Eimskips um umræddar siglingar sé brot á jafnræðisreglu, lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga,” segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að Samgöngustofa hafi meðal annars hafnað beiðni Eimskips af þeirri ástæðu að ekki lægi fyrir að skipið uppfyllti reglur um háhraðafarþegaför. Þá kom fram í rökstuðningi Samgöngustofu að ekki hafi verið forsendur til að víkka tilraunaverkefniðSamgöngustofa sýndi ekki fram á nægilegan aðstæðumun á siglingaleiðumSamgönguráðuneytið segir Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli lands og Eyja séu aðrar en þær á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem þegar hafi verið veitt tímabundin heimild til siglinga Akraness á áðurgreindri leið sé ekki hægt að réttlæta synjun um siglingar á Þjóðhátíð. „Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. Þar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness sé ekkert fram komið að mati ráðuneytisins sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C,“ segir í úrskurði samgönguráðuneytisins. „Það eitt að álag sé í hámarki á tilgreindu tímabili og að um sé að ræða stærstu ferðahelgi ársins þar sem ætla megi að mikill þrýstingur sé á skipstjórnarmenn að halda áætlun séu ekki sjónarmið sem áhrif geti haft á niðurstöðu málsins enda sé öllum viðeigandi öryggiskröfum fullnægt.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00 Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu. 2. ágúst 2017 06:00
Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. 31. júlí 2017 20:43
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30