Jarðvarma fannst 11 milljarðar ekki nógu gott tilboð Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2017 13:31 Vísir/VALLI Fulltrúum Lífeyrissjóða sem eiga hlut í Bláa lóninu í gegnum HS orku fannst ellefu milljarða tilboð sem barst í hlut í fyrirtækinu ekki nógu hátt og því var því hafnað. Bláa lónið skilaði tæplega þriggja milljarða króna hagnaði eftir skatta í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því í dag að samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, hafi beitt neitunarvaldi í stjórn HS orku vegna tilboðs í hlut HS orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna. En Jarðvarmi á 33,4 prósent í HS orku sem síðan á 30 prósent í Bláa lóninu. Hlutur HS orku í Bláa lóninu hefur verið í söluferli síðan í maí. Sjóður í stýringu hjá Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, átti hæsta tilboðið í hlut HS orku í Bláa lóninu. Sá sem fer fyrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Davíð Rúdólfsson stjórnarformaður Jarðvarma, sem fer með hluti lífeyrissjóðanna í HS orku, segir að vel hafi verið farið yfir tilboð sem bárust. „Við fórum vandlega yfir málið og okkur fannst þau tilboð sem bárust endurspegluðu ekki verðmætið einfaldlega.“ Þannig að þið teljið verðmæti Blá lónsins sé meira en þetta? „Já, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, á þá teljum við það,“ segir Davíð. Fréttastofan hefur rætt við fólk sem þekkir mjög vel til í íslenskri ferðaþjónustu og eru flestir undrandi á ákvörðun lífeyrissjóðanna að taka ekki 11 milljarða tilboði í hlut þeirra í Bláa lóninu. Samkvæmt þessu verði sé heildarverðmat á fyrirtækinu um 37 milljarðar króna sem verði að teljast mjög gott. Það sé líka traustleikamerki að einn stærsti fjárfestingarsjóður heims, Blackstone, hafi áhuga á að fjárfesta fyrir svo háar upphæðir í íslenskri ferðaþjónustu.Salan hefði gefið góða ávöxtunNú hafa sjóðirnir átt þetta í nokkurn tíma og hluturinn heldur aukist en hitt, hefði þetta verð ekki gefið ykkur góða ávöxtun? „Jú, jú það hefði svo sannarlega gert það. Enda gengið mjög vel hjá Bláa lóninu á síðustu árum. En þegar við tökum ákvörðun eins og þessa er ekki nóg að horfa á það sem slíkt. Það þarf að horfa á þau virði sem menn eru með í höndunum,“ segir Davíð.Þannig að þið teljið að það sé bjart fram undan hjá Bláa lóninu og þið getið hagnast meira á því að eiga þetta? „Það er grundvöllurinn í okkar ákvörðun og afstöðu. Að þetta verð hafi einfaldlega ekki verið nógu hátt sem barst í hlutinn,“ segir Davíð. Það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að aðilinn sem bauð var útlenskur en ekki íslenskur. Þau sjónarmið ráði ekki þótt aðrir kunni að hafa slíkar skoðanir. Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir síðasta ár var hagnaður félagsins 23,5 milljónir evra eða um 2,8 milljarðar króna eftir skatta en fyrirtækið greiddi rúmar 700 milljónir í skatta fyrir árið 2016. Fyrirtækið er með mikla veltu eða 77,2 milljónir evra á síðasta ári, eða um 9,2 milljarða íslenskra króna og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Íslandi. Blá lónið er að stærstum hluta í eigu þriggja félaga, Hvatningar sem fer fyrir 39,1 prósenta hlut, HS orku með 30 prósenta hlut og Keilu sem á um 9 prósent í fyrirtækinu. Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri Bláa lónsins fer fyrir bæði Hvatningu og Keilu. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Bláa lónið undanfarin þrjú ár og á þeim að ljúka fyrir áramót. Húsakostur fyrirtækisins mun stækka um helming í fermetrum og 60 ný lúxus hótelherbergi verða tekin í notkun ásamt nýju upplifunarsvæði í eldri hluta lónsins. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fulltrúum Lífeyrissjóða sem eiga hlut í Bláa lóninu í gegnum HS orku fannst ellefu milljarða tilboð sem barst í hlut í fyrirtækinu ekki nógu hátt og því var því hafnað. Bláa lónið skilaði tæplega þriggja milljarða króna hagnaði eftir skatta í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því í dag að samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, hafi beitt neitunarvaldi í stjórn HS orku vegna tilboðs í hlut HS orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna. En Jarðvarmi á 33,4 prósent í HS orku sem síðan á 30 prósent í Bláa lóninu. Hlutur HS orku í Bláa lóninu hefur verið í söluferli síðan í maí. Sjóður í stýringu hjá Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, átti hæsta tilboðið í hlut HS orku í Bláa lóninu. Sá sem fer fyrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Davíð Rúdólfsson stjórnarformaður Jarðvarma, sem fer með hluti lífeyrissjóðanna í HS orku, segir að vel hafi verið farið yfir tilboð sem bárust. „Við fórum vandlega yfir málið og okkur fannst þau tilboð sem bárust endurspegluðu ekki verðmætið einfaldlega.“ Þannig að þið teljið verðmæti Blá lónsins sé meira en þetta? „Já, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, á þá teljum við það,“ segir Davíð. Fréttastofan hefur rætt við fólk sem þekkir mjög vel til í íslenskri ferðaþjónustu og eru flestir undrandi á ákvörðun lífeyrissjóðanna að taka ekki 11 milljarða tilboði í hlut þeirra í Bláa lóninu. Samkvæmt þessu verði sé heildarverðmat á fyrirtækinu um 37 milljarðar króna sem verði að teljast mjög gott. Það sé líka traustleikamerki að einn stærsti fjárfestingarsjóður heims, Blackstone, hafi áhuga á að fjárfesta fyrir svo háar upphæðir í íslenskri ferðaþjónustu.Salan hefði gefið góða ávöxtunNú hafa sjóðirnir átt þetta í nokkurn tíma og hluturinn heldur aukist en hitt, hefði þetta verð ekki gefið ykkur góða ávöxtun? „Jú, jú það hefði svo sannarlega gert það. Enda gengið mjög vel hjá Bláa lóninu á síðustu árum. En þegar við tökum ákvörðun eins og þessa er ekki nóg að horfa á það sem slíkt. Það þarf að horfa á þau virði sem menn eru með í höndunum,“ segir Davíð.Þannig að þið teljið að það sé bjart fram undan hjá Bláa lóninu og þið getið hagnast meira á því að eiga þetta? „Það er grundvöllurinn í okkar ákvörðun og afstöðu. Að þetta verð hafi einfaldlega ekki verið nógu hátt sem barst í hlutinn,“ segir Davíð. Það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að aðilinn sem bauð var útlenskur en ekki íslenskur. Þau sjónarmið ráði ekki þótt aðrir kunni að hafa slíkar skoðanir. Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir síðasta ár var hagnaður félagsins 23,5 milljónir evra eða um 2,8 milljarðar króna eftir skatta en fyrirtækið greiddi rúmar 700 milljónir í skatta fyrir árið 2016. Fyrirtækið er með mikla veltu eða 77,2 milljónir evra á síðasta ári, eða um 9,2 milljarða íslenskra króna og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Íslandi. Blá lónið er að stærstum hluta í eigu þriggja félaga, Hvatningar sem fer fyrir 39,1 prósenta hlut, HS orku með 30 prósenta hlut og Keilu sem á um 9 prósent í fyrirtækinu. Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri Bláa lónsins fer fyrir bæði Hvatningu og Keilu. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Bláa lónið undanfarin þrjú ár og á þeim að ljúka fyrir áramót. Húsakostur fyrirtækisins mun stækka um helming í fermetrum og 60 ný lúxus hótelherbergi verða tekin í notkun ásamt nýju upplifunarsvæði í eldri hluta lónsins.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00