Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2017 21:00 Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira