Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2017 21:00 Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira