Sjómenn samþykktu með naumindum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2017 05:00 Skipverjar á Ásbirni RE-50 voru í óðaönn að gera sig klára til að fara út þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/anton Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15
Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08