Fjallað um hvalveiðar Íslendinga á vef Al Jazeera: Ferðamenn auka eftirspurnina eftir hvalkjöti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 13:14 Frá verkun hvals. Vísir/Vilhelm „Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
„Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira