Fjallað um hvalveiðar Íslendinga á vef Al Jazeera: Ferðamenn auka eftirspurnina eftir hvalkjöti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 13:14 Frá verkun hvals. Vísir/Vilhelm „Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira