Hættu snarlega við lendingu vegna annarrar flugvélar á brautinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:17 Vélin var nánast lent þegar flugstjóra var tilkynnt um aðra vél á flugbrautinni. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna. Fréttir af flugi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Flugvél Icelandair á leið frá Kaupmannahöfn þurfti skyndilega að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær eftir að í ljós kom að önnur vél var á brautinni. Vélin var svo gott sem lent á flugvellinum þegar hún þurfti að hækka flugið aftur. Hin flugvélin var í hinum enda flugbrautarinnar en lengri tíma tók að koma henni út af brautinni en áætlað var, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Hann segir enga hættu hafa skapast. „Það er bara hluti af starfi flugumferðarstjóra að teygja á tímanum sem næsta vél kemur inn og var flugstjórinn því beðinn um að taka aukahring. Það er mjög stuttur tími á milli véla þegar mest er að gera, en öllum ítrustu reglum var fylgt, eins og alltaf,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður segir Guðni um það bil þrjá kílómetra hafa verið á milli flugvélanna tveggja. „Vélin var þarna við hinn endann og því var þetta ekki nálægt því að vera hættulegt atvik. Það eru reglur um að það megi ekki hafa tvær vélar á flugbrautinni á sama tíma og þeim reglum var fylgt.“ Þá segir hann það ekki algengt að atvik sem þessi komi upp, en að þegar svo beri undir sé ákveðnum verkferlum fylgt í hvarvetna.Greint var frá því í júní síðastliðnum að vél Icelandair frá Frankfurt hafi þurft að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Önnur vél var þá á brautinni en svartaþoka var á vellinum og vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju inn á akstursbraut. Þurfti því að hætta snarlega við lendinguna.
Fréttir af flugi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira