Veita þarf auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 29. desember 2017 22:10 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira