Post Malone með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 10:04 Malone á leiðinni til landsins. Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira