Lagaumhverfi gæti fælt fjárfesta frá Borgarlínunni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Hlutur almenningssamgangna í Borgarlínunni á að vera minnst 12 prósent 2040. vísir/vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira