Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 10:25 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun hér á landi. Vísir/Getty Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira