Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Húsnæðið hefur hýst vegasjoppu í einni stærstu sumarhúsabyggð á Íslandi. Rekstur þar lagðist af í október síðastliðnum. Mynd/Aðsend Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira