Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2017 18:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. Eftir árangursríkan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara mættu samninganefndir útgerðarmanna og sjómanna til fundar við sjávarútvegsráðherra hér í ráðuneytinu seint í gærkvöldi. Á fundinum voru drög að nýjum kjarasamningi kynnt fyrir ráðherra en aðeins eitt atriði stóð eftir – vilyrði frá ráðherra varðandi skattalega meðferð á dag- og fæðispeningum sjómanna. Aðgerð sem kostar hið opinbera um 400 milljónir króna á ári.Voruð þið með þessu að stilla stjórnvöldum upp við vegg? „Nei síður en svo, við vorum ekkert að því. Verkfallið snéri að atvinnurekendum, að SFS. Og við fórum og hittum ráðherra og óskuðum liðsinnis um réttlætismál til handa sjómönnum um skattalega meðferð dagpeninga,” segir Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands.Og hver voru viðbrögð ráðherra? „Þau voru bara mjög neikvæð fannst mér og ég lýsti vonbrigðum við hana með það, með þessi viðbrögð hennar. Og fannst þau ósanngjörn,” segir Konráð.Hjálpar ekki í deilunni Sjávarútvegsráðherra lagði á fundinum í gær fram tillögu þar sem stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl. „Hún getur bara gert þetta og gerir þetta vonandi. Það er allt í lagi með það okkar vegna, en þetta hjálpar ekkert til í þessari deilu,” segir Konráð.Hver verða þá næstu skref í deilunni? „Ég veit það ekki. Við munum náttúrulega funda og annað hvort slíta og fara eða þá að það kemur eitthvað nýtt útspil annars staðar frá,” segir Konráð. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilunni í dag. Báðir deiluaðilar bíða nú eftir öðru útspili stjórnvalda en forsætis-, sjávarútvegs og fjármálaráðherra hafa í dag rætt ýmsar leiðir til að leysa deiluna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hafa ekki gefið kost á viðtali í dag.Tregða ráðherra kemur í veg fyrir lausn Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur sjávarútvegsráðherra verið boðuð á sameiginlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar Alþingis í fyrramálið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður atvinnuveganefndar, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að staðan væri grafalvarleg. Nú þegar samningur sé í höfn milli sjómanna og útgerðarmanna sé það tregða viðkomandi ráðherra, sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, til að verða við eðlilegri kröfu sjómanna sem kemur í veg fyrir að deilan leysist og flotinn fari til veiða.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Telur líklegt að lög verði sett á verkfall sjómanna í næstu viku "Ekki getum við haldið þessari deilu áfram í verkfalli endalaust.“ 16. febrúar 2017 15:02
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17