Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 19:32 Frá Dýrafirði. vísir/pjetur Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þarna kunni að vera komin „meginskýringin á mögulegri slysasleppingu regnbogasilungs sem fjallað var um sl. haust þegar engin skýring fannst á því hvaðan regnbogasilungur væri upprunninn sem veiddist í ám á Vestfjörðum.“ Í kjölfar þess að regnbogasilungur veiddist í ánum var „leitað leitað mjög ítarlega skýringa með skoðun á öllum kvíum sem regnbogasilungur er ræktaður í og kom ekkert óeðlilegt í ljós. Meðal annars fannst ekkert óeðlilegt við skoðun kvía í Dýrafirði. Þess má t.d. geta að kvíanet eru hreinsuð með sérstakri netaþvottavél sem er búin myndavélum og slík hreinsun var framkvæmd á þessari tilteknu kví í síðasta mánuði og kom þá ekkert í ljós sem gaf til kynna að gat væri á netinu,“ að því er fram kemur í tilkynningu Arctic Sea Farm. Gatið sem kom í ljós í dag fannst við slátrun upp úr kvínni og er alveg við botn hennar. „Slátrun er ekki lokið en þegar hefur verið gripið til aðgerða með lokun gatsins en því miður er fyrsta mat starfsmanna það að umtalsvert magn regnbogasilungs sé sloppinn. Viðbragðsáætlun við slysasleppingu var virkjuð þegar í stað og var Fiskistofu gert viðvart, m.a. vegna samráðs um næstu skref. Auk þess sem um umtalsvert tjón er að ræða fyrir fyrirtækið er hér um að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn og eigendur sem vinna að uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Ljóst er að framundan er ítarleg greining á orsökum gatsins í samstarfi við Fiskistofu og MAST með það að markmiði að draga lærdóm af, m.a. varðandi kvíaútbúnað og fleiri þætti. Útbúnaður kvía er nú þegar í ítarlegri skoðun hjá fyrirtækinu þar sem m.a. er unnið að innleiðingu strangari krafna sem settar hafa verið af hálfu eftirlitsaðila,“ segir í tilkynningu Arctic Sea Farm. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þarna kunni að vera komin „meginskýringin á mögulegri slysasleppingu regnbogasilungs sem fjallað var um sl. haust þegar engin skýring fannst á því hvaðan regnbogasilungur væri upprunninn sem veiddist í ám á Vestfjörðum.“ Í kjölfar þess að regnbogasilungur veiddist í ánum var „leitað leitað mjög ítarlega skýringa með skoðun á öllum kvíum sem regnbogasilungur er ræktaður í og kom ekkert óeðlilegt í ljós. Meðal annars fannst ekkert óeðlilegt við skoðun kvía í Dýrafirði. Þess má t.d. geta að kvíanet eru hreinsuð með sérstakri netaþvottavél sem er búin myndavélum og slík hreinsun var framkvæmd á þessari tilteknu kví í síðasta mánuði og kom þá ekkert í ljós sem gaf til kynna að gat væri á netinu,“ að því er fram kemur í tilkynningu Arctic Sea Farm. Gatið sem kom í ljós í dag fannst við slátrun upp úr kvínni og er alveg við botn hennar. „Slátrun er ekki lokið en þegar hefur verið gripið til aðgerða með lokun gatsins en því miður er fyrsta mat starfsmanna það að umtalsvert magn regnbogasilungs sé sloppinn. Viðbragðsáætlun við slysasleppingu var virkjuð þegar í stað og var Fiskistofu gert viðvart, m.a. vegna samráðs um næstu skref. Auk þess sem um umtalsvert tjón er að ræða fyrir fyrirtækið er hér um að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn og eigendur sem vinna að uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Ljóst er að framundan er ítarleg greining á orsökum gatsins í samstarfi við Fiskistofu og MAST með það að markmiði að draga lærdóm af, m.a. varðandi kvíaútbúnað og fleiri þætti. Útbúnaður kvía er nú þegar í ítarlegri skoðun hjá fyrirtækinu þar sem m.a. er unnið að innleiðingu strangari krafna sem settar hafa verið af hálfu eftirlitsaðila,“ segir í tilkynningu Arctic Sea Farm.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira