Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 16:05 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51