Um 3.400 missa barnabætur í ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 20:00 Samkvæmt bráðabirgðatölum fækkar þeim sem fá barnabætur um 3.431 milli ára. Hafa því rúmlega 15 þúsund foreldrar misst bæturnar á síðustu fjórum árum. Foreldrum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað hratt á síðustu árum. Voru þeir tæplega 56.700 árið 2013 en samkvæmt bráðabirgðatölum þessa árs fá 41.300 greiddar bætur. Þetta gerir um þrjú til fimm þúsund manna fækkun á hverju ári. Foreldrar sem eiga barn undir átján ára aldri eiga rétt á barnabótum og útskýrir lækkandi fæðingartíðni ekki muninn. Árið 2013 fæddust hér á landi um 4.300 börn og voru þau rúmlega fjögur þúsund í fyrra. Til samanburðar fæddust 4.100 börn árið 1999, eða fyrir átján árum síðan. Skýringa er frekar að leita í því að tekjuskerðingarmörk hafa ekki þróast í takti við laun og hefur skerðingarhlutfall jafnframt verið aukið. Niðurstaðan er minni útgjöld til barnabóta. Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt frá 2013 til 2016 en voru síðan hækkuð um 12,5% á þessu ári. Nær hækkunin þó ekki í skottið á launahækkunum liðinna ára þar sem laun hafa hækkað um þriðjung á sama tíma. Samkvæmt nýjum tekjuskerðingarmörkum sem tóku gildi á þessu ári falla bætur alfarið niður hjá hjónum með eitt barn séu mánaðartekjur hvors þeirra yfir 434 þúsund krónum. Séu hjónin með tvö börn mega tekjurnar ekki fara yfir 535 þúsund krónur. Eru þetta nákvæm meðallaun Íslendings árið 2015 samkvæmt Hagstofunni. Samkvæmt nýlegum tölum frá Hagfræðideild Landsbanka Íslands nemur heildarhækkun launa á sama tíma hins vegar 20,3% og falla bæturnar því niður hjá hjónum með tekjur sem eru töluvert undir meðaltali Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum fækkar þeim sem fá barnabætur um 3.431 milli ára. Hafa því rúmlega 15 þúsund foreldrar misst bæturnar á síðustu fjórum árum. Foreldrum sem eiga rétt á barnabótum hefur fækkað hratt á síðustu árum. Voru þeir tæplega 56.700 árið 2013 en samkvæmt bráðabirgðatölum þessa árs fá 41.300 greiddar bætur. Þetta gerir um þrjú til fimm þúsund manna fækkun á hverju ári. Foreldrar sem eiga barn undir átján ára aldri eiga rétt á barnabótum og útskýrir lækkandi fæðingartíðni ekki muninn. Árið 2013 fæddust hér á landi um 4.300 börn og voru þau rúmlega fjögur þúsund í fyrra. Til samanburðar fæddust 4.100 börn árið 1999, eða fyrir átján árum síðan. Skýringa er frekar að leita í því að tekjuskerðingarmörk hafa ekki þróast í takti við laun og hefur skerðingarhlutfall jafnframt verið aukið. Niðurstaðan er minni útgjöld til barnabóta. Tekjuskerðingarmörk voru óbreytt frá 2013 til 2016 en voru síðan hækkuð um 12,5% á þessu ári. Nær hækkunin þó ekki í skottið á launahækkunum liðinna ára þar sem laun hafa hækkað um þriðjung á sama tíma. Samkvæmt nýjum tekjuskerðingarmörkum sem tóku gildi á þessu ári falla bætur alfarið niður hjá hjónum með eitt barn séu mánaðartekjur hvors þeirra yfir 434 þúsund krónum. Séu hjónin með tvö börn mega tekjurnar ekki fara yfir 535 þúsund krónur. Eru þetta nákvæm meðallaun Íslendings árið 2015 samkvæmt Hagstofunni. Samkvæmt nýlegum tölum frá Hagfræðideild Landsbanka Íslands nemur heildarhækkun launa á sama tíma hins vegar 20,3% og falla bæturnar því niður hjá hjónum með tekjur sem eru töluvert undir meðaltali
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira