Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Anton Egilsson skrifar 11. nóvember 2017 21:54 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem sóknarprestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Í bréfinu gerir Einar alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni af hálfu biskups og segir hana ekki hafa staðist lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs þar sem honum hafi verið veitt áminning án þess að hafa verið gefið tækifæri til þess að svara fyrir sig. Þá hafi ákvörðun í málinu var tekin án þess að það væri rannsakað til hlítar. Þar að auki sakar hann biskup um að hafa lagt Ólaf í einelti og að hafa niðurlægt hann. Greint var frá því í Fréttablaðinu þann 21. september síðastliðin að Agnes hefði sent Ólaf í leyfi í byrjun síðasta sumars til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að mál barst inn á borð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar þar sem Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann hefði svo snúið aftur til starfa sinna seinna um sumarið en var sendur í leyfi að nýju í kjölfar þess að tvö ný mál höfðu borist fagráðinu þar sem Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni en þau mál voru svo send úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar til úrlausnar. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ sagði Agnes í samtali við Fréttablaðið. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“Telur athæfið ekki hafa falið í sér kynferðislega áreitniEinar segir í bréfi sínu frá fundi sem Agnes boðaði Ólaf á þann 11. apríl síðastliðin þar sem honum hafi verið greint frá ásökunum á hendur honum um kynferðislega áreitni. Þar hafi sjónarmið Ólafs á athæfinu ekki fengið neitt vægi „Þar var umbjóðanda mínum tjáð að kona teldi á sér brotið. Síðan romsuðu menn einhverri atvikalýsingu. Samkvæmt þeirri lýsingu var ekki um kynferðisbrot að ræða. Andrúmsloftið var undarlegt og minnti helst á rannsóknarrétt sem komin var að niðurstöðu og markmið rannsóknarinnar væri að týna til sannanir um það sem menn töldu sig vita. Var eins og litlu skipti hvað umbjóðandi minn hefði til málanna að leggja.“ Þann 3. maí hafi Ólafur svo fengið bréf frá Agnesi þess efnis að kona hefði kvartað við prófast um kynferðislega áreitni af hans hálfu. Væri henni því lögskylt að veita honum áminningu í starfi. Segir Einar að efnislega hafi frásögn konunnar ekki lýst kynferðislegri áreitni. Ekki hafi annað legið fyrir í málinu en að Ólafur hefði tekið utan um konuna og kysst á sitthvora kinn. Einar segir að með bréfi þessu hafi biskup orðið illa á í messunni þar sem ákvörðun um áminningu hefði verið tekin áður en málið væri rannsakað og andmælaréttur veittur. Hafi málið verið gjörsamlega órannsakað í skilningi rannsóknarreglu stjórnsýslulaga að hans mati. Segir hann að það teljist ekki rannsókn að hlusta einvörðungu á sögur. Segir Einar að Ólafi hafi brugðið mjög við þessar ásakanir og ekki sé ofsagt að hann hafi orðið fyrir vægu áfalli. Í kjölfarið hafi hann ritað Agnesi bréf þar sem hann lýsti því að hann hefði faðmað umrædda konu og kysst hana í kveðjuskyni. Hafi hann biðlað til Agnesar um að verða ekki talin sakamaður án þess að sök liggi fyrir. „Þrátt fyrir allt þetta gaf biskup sér að umbjóðandi minn hefði unnið sér til refsingar með notkun orðsins kynferðisbrots þótt engu slíku sé lýst. Í minnisblaði sem biskup ritar þann 25. apríl byggir hún frásögn sína á því sem hún kveður sig hafa orðið „áskynja” og ákveður að veita áminningu. Ekki er vitað hvers biskup varð áskynja en fyrir liggur ólík frásögn tveggja aðila og málið algjörlega óupplýst,” segir Einar. Einar segir niðurstöðu sína vera þá að biskup telji kynferðisbrot felast í upplifunum og hugtakanotkun þess sem kvartar en ekki af lögum. Telur hann sönnun ekki byggjast á gögnum og frásögnum beggja málsaðila heldur af eigin upplifunum.Biskup hafi lagt Ólaf í eineltiEinar segir að ljóst hafi verið fljótlega eftir að Ólafi var veitt áminning að hafið væri einelti af hálfu biskups og síauknu andlegu ofbeldi. Þann 25. maí hafi Agnes tekið þá ákvörðun að að veita Ólafi tiltal og krefjast þess að hann leitaði sér sérfræðiaðstoðar. Segir Einar að ákvörðun þessi hafi verið tekin án þess að fyrir lægi að Ólafur hafi framið nokkurt siðferðisbrot. Hafi Ólafur ákveðið að verða við þessu enda hafi honum verið lofað að fá að fara í leyfi án þess að málið væri tekið á torg. Það hafi síðan verið svikið en Ólafur hafi síðar verið rægður á vinnustaðnum auk þess sem biskup hafi fjallað um málið í fjölmiðlum. Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að Ólafur væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni og gekk hann aftur til starfa sinna í Grensáskirkju. Einar segir að í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að tvö ný mál er vörðuðu meinta kynferðislega áreitni af hálfu Ólafs hafi biskup tjáð honum að hann þyrfti samstundis að fara í leyfi. Segir hann biskup hafa þrýst á Ólaf að óska sjálfur eftir leyfinu ella yrði hann settur í leyfi á grundvelli ákvæða starfsreglna presta en þá hefði farið af stað stjórnsýslumeðferð sem lokið yrði með ákvörðun. „Ég tjáði honum að ef biskup vildi gera ólögmæta hluti skyldi hann fá að gera það án okkar aðstoðar,” segir Einar jafnframt. Segir hann að biskup hafi skáldað upp í huga sínum að Ólafur hefði samþykkt munnlega að fara í leyfi. Auk þess væri að ólögmæt samskipti að gera slíkt á grundvelli munnlegra samskipta í gegnum síma, undir hótunum þar sem að viðkomandi fengi engan umhugsunarfrest. Enn fremur segir hann að stjórnsýslumeðferð hefði leitt til þess þeirrar niðurstöðu að óheimilt væri að setja Ólaf í leyfi á grundvelli ákvæða starfsreglna presta. Starfsreglurnar heimiluðu einungis að prestur væri sendur í leyfi á grundvelli þeirra ef til rannsóknar er refsiverð háttsemi en engin slík rannsókn hafi farið fram. „Gerðir biskups sem nú er verið að lýsa eru alvarleg valdníðsla að mati undirritaðs. Hann rak umbjóðanda minn í leyfi án málsmeðferðar. Með þessari aðgerð niðurlægði biskup umbjóðanda minn enn frekar, réðst á virðingu hans og sjálfsmynd og stöðu og mynd hans í samfélaginu, í kirkjunni, í fjölskyldunni og meðal vina.” Í lok bréfsins reifar Einar svo kröfur Ólafs vegna málsins en hann krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá biskup á þeim atriðum sem tilgreind eru í bréfinu, afsökunarbeiðni frá prófasti Reykjavíkurprófastsdæmi vestra á aðkomu sinni að málinu, að fá skaða sinn bættann og að fá þegar í stað að hefja störf sín sem sóknarprestur í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Biskup Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi meðan úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar fjallar um mál sem tengjast honum. Ég líð ekki svona mál á minni vakt, segir biskup. 21. september 2017 04:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem sóknarprestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Í bréfinu gerir Einar alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni af hálfu biskups og segir hana ekki hafa staðist lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs þar sem honum hafi verið veitt áminning án þess að hafa verið gefið tækifæri til þess að svara fyrir sig. Þá hafi ákvörðun í málinu var tekin án þess að það væri rannsakað til hlítar. Þar að auki sakar hann biskup um að hafa lagt Ólaf í einelti og að hafa niðurlægt hann. Greint var frá því í Fréttablaðinu þann 21. september síðastliðin að Agnes hefði sent Ólaf í leyfi í byrjun síðasta sumars til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að mál barst inn á borð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar þar sem Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann hefði svo snúið aftur til starfa sinna seinna um sumarið en var sendur í leyfi að nýju í kjölfar þess að tvö ný mál höfðu borist fagráðinu þar sem Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni en þau mál voru svo send úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar til úrlausnar. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ sagði Agnes í samtali við Fréttablaðið. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“Telur athæfið ekki hafa falið í sér kynferðislega áreitniEinar segir í bréfi sínu frá fundi sem Agnes boðaði Ólaf á þann 11. apríl síðastliðin þar sem honum hafi verið greint frá ásökunum á hendur honum um kynferðislega áreitni. Þar hafi sjónarmið Ólafs á athæfinu ekki fengið neitt vægi „Þar var umbjóðanda mínum tjáð að kona teldi á sér brotið. Síðan romsuðu menn einhverri atvikalýsingu. Samkvæmt þeirri lýsingu var ekki um kynferðisbrot að ræða. Andrúmsloftið var undarlegt og minnti helst á rannsóknarrétt sem komin var að niðurstöðu og markmið rannsóknarinnar væri að týna til sannanir um það sem menn töldu sig vita. Var eins og litlu skipti hvað umbjóðandi minn hefði til málanna að leggja.“ Þann 3. maí hafi Ólafur svo fengið bréf frá Agnesi þess efnis að kona hefði kvartað við prófast um kynferðislega áreitni af hans hálfu. Væri henni því lögskylt að veita honum áminningu í starfi. Segir Einar að efnislega hafi frásögn konunnar ekki lýst kynferðislegri áreitni. Ekki hafi annað legið fyrir í málinu en að Ólafur hefði tekið utan um konuna og kysst á sitthvora kinn. Einar segir að með bréfi þessu hafi biskup orðið illa á í messunni þar sem ákvörðun um áminningu hefði verið tekin áður en málið væri rannsakað og andmælaréttur veittur. Hafi málið verið gjörsamlega órannsakað í skilningi rannsóknarreglu stjórnsýslulaga að hans mati. Segir hann að það teljist ekki rannsókn að hlusta einvörðungu á sögur. Segir Einar að Ólafi hafi brugðið mjög við þessar ásakanir og ekki sé ofsagt að hann hafi orðið fyrir vægu áfalli. Í kjölfarið hafi hann ritað Agnesi bréf þar sem hann lýsti því að hann hefði faðmað umrædda konu og kysst hana í kveðjuskyni. Hafi hann biðlað til Agnesar um að verða ekki talin sakamaður án þess að sök liggi fyrir. „Þrátt fyrir allt þetta gaf biskup sér að umbjóðandi minn hefði unnið sér til refsingar með notkun orðsins kynferðisbrots þótt engu slíku sé lýst. Í minnisblaði sem biskup ritar þann 25. apríl byggir hún frásögn sína á því sem hún kveður sig hafa orðið „áskynja” og ákveður að veita áminningu. Ekki er vitað hvers biskup varð áskynja en fyrir liggur ólík frásögn tveggja aðila og málið algjörlega óupplýst,” segir Einar. Einar segir niðurstöðu sína vera þá að biskup telji kynferðisbrot felast í upplifunum og hugtakanotkun þess sem kvartar en ekki af lögum. Telur hann sönnun ekki byggjast á gögnum og frásögnum beggja málsaðila heldur af eigin upplifunum.Biskup hafi lagt Ólaf í eineltiEinar segir að ljóst hafi verið fljótlega eftir að Ólafi var veitt áminning að hafið væri einelti af hálfu biskups og síauknu andlegu ofbeldi. Þann 25. maí hafi Agnes tekið þá ákvörðun að að veita Ólafi tiltal og krefjast þess að hann leitaði sér sérfræðiaðstoðar. Segir Einar að ákvörðun þessi hafi verið tekin án þess að fyrir lægi að Ólafur hafi framið nokkurt siðferðisbrot. Hafi Ólafur ákveðið að verða við þessu enda hafi honum verið lofað að fá að fara í leyfi án þess að málið væri tekið á torg. Það hafi síðan verið svikið en Ólafur hafi síðar verið rægður á vinnustaðnum auk þess sem biskup hafi fjallað um málið í fjölmiðlum. Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að Ólafur væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni og gekk hann aftur til starfa sinna í Grensáskirkju. Einar segir að í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins um að tvö ný mál er vörðuðu meinta kynferðislega áreitni af hálfu Ólafs hafi biskup tjáð honum að hann þyrfti samstundis að fara í leyfi. Segir hann biskup hafa þrýst á Ólaf að óska sjálfur eftir leyfinu ella yrði hann settur í leyfi á grundvelli ákvæða starfsreglna presta en þá hefði farið af stað stjórnsýslumeðferð sem lokið yrði með ákvörðun. „Ég tjáði honum að ef biskup vildi gera ólögmæta hluti skyldi hann fá að gera það án okkar aðstoðar,” segir Einar jafnframt. Segir hann að biskup hafi skáldað upp í huga sínum að Ólafur hefði samþykkt munnlega að fara í leyfi. Auk þess væri að ólögmæt samskipti að gera slíkt á grundvelli munnlegra samskipta í gegnum síma, undir hótunum þar sem að viðkomandi fengi engan umhugsunarfrest. Enn fremur segir hann að stjórnsýslumeðferð hefði leitt til þess þeirrar niðurstöðu að óheimilt væri að setja Ólaf í leyfi á grundvelli ákvæða starfsreglna presta. Starfsreglurnar heimiluðu einungis að prestur væri sendur í leyfi á grundvelli þeirra ef til rannsóknar er refsiverð háttsemi en engin slík rannsókn hafi farið fram. „Gerðir biskups sem nú er verið að lýsa eru alvarleg valdníðsla að mati undirritaðs. Hann rak umbjóðanda minn í leyfi án málsmeðferðar. Með þessari aðgerð niðurlægði biskup umbjóðanda minn enn frekar, réðst á virðingu hans og sjálfsmynd og stöðu og mynd hans í samfélaginu, í kirkjunni, í fjölskyldunni og meðal vina.” Í lok bréfsins reifar Einar svo kröfur Ólafs vegna málsins en hann krefst þess að fá afsökunarbeiðni frá biskup á þeim atriðum sem tilgreind eru í bréfinu, afsökunarbeiðni frá prófasti Reykjavíkurprófastsdæmi vestra á aðkomu sinni að málinu, að fá skaða sinn bættann og að fá þegar í stað að hefja störf sín sem sóknarprestur í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Biskup Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi meðan úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar fjallar um mál sem tengjast honum. Ég líð ekki svona mál á minni vakt, segir biskup. 21. september 2017 04:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Biskup Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi meðan úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar fjallar um mál sem tengjast honum. Ég líð ekki svona mál á minni vakt, segir biskup. 21. september 2017 04:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent