Hæstiréttur staðfestir þriggja ára nauðgunardóm Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:09 Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna. Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Birni Ingasyni og Jakobi Viðari Grétarssyni fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl árið 2014. Mennirnir voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní á síðasta ári. Í ákæru var þeim gert að sök að hafa þvingað konu inn í svefnherbergi þar sem þeir héldu henni niðri meðan á kynferðismökum stóð. Nýttu þeir sér bæði yfirburði sína vegna aðstöðu-og aflsmunar og þá staðreynd að hún gat ekki spornað við háttseminni sökum ölvunar. Hlaut konan marbletti á upphandleggi, hægri framhandlegg og hægri sköflung. Mennirnir neituðu báðir sök. Meðal gagna í málinu voru nokkur myndbönd. Eitt þeirra er tekið stuttu eftir nauðgunina heima hjá Inga Birni. Í því sést konan standa við svalardyr þar sem hún er að reykja og tala í síma. Á upptökunni heyrist síðan í Jakobi og Inga Birni leggja á ráðin um að samræma sögu sína: „Af hljóðupptöku heyrist er ákærði Jakob hvíslar að ákærða Inga Birni að þeir séu tveir og að brotaþoli hyggist kæra þá. Eigi meðákærði að muna að meðákærði hafi haft samfarir við brotaþola og að ákærði hafi verið í stofunni á móti. Muni ákærði styðja sögu hans,“ segir í dóminum. Á öðru myndbandi sést konan liggja ein í rúmi Inga Björns og Jakob Viðar heyrist segja: „Af hverju ert þú að segja við vin þinn að við séum búnir að rífa þig úr að neðan? Bubbi og þú voruð að ríða skilurðu.“ Í framhaldinu sést konan reisa sig upp og spyrja: „Er það, vorum við að ríða?“Í dómi Hæstaréttar segir að dómurinn úr héraði skuli vera óraskaður og að Ingi Björn og Jakob Viðar greiði hvor fyrir sitt leyti eina milljón króna með vöxtum til brotaþola. Þá munu þeir einnig þurfa að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti, áfrýjunarkostnað málsins og þóknun skipaðs réttargæslumanns konunnar, alls rúma eina milljón króna.
Tengdar fréttir Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Tveir menn dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn á fertugsaldri, þá Inga Björn Ingason og Jakob Viðar Grétarsson. í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili Inga Björns í apríl 2014. 9. júní 2016 16:27