Stjörnuspá Siggu Kling – Krabbinn: Í raun ertu eins og mjúkur koddi 6. október 2017 09:00 Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Elsku Krabbinn minn. Þú ert svo skemmtilega opinn og upplífgandi, en samt svo ofurviðkvæmur eins og lítill spörfugl. Þú getur verið svo rosalega harður og ákveðinn en í raun ertu eins og mjúkur koddi. Þú gerir allt til að tryggja ást og öryggi og í þeirri flóðbylgju þarftu að skoða að ef þú hefur ást á peningum þá hindrar það þig í hamingjunni og gerir þig hræddan. Þegar þú sérð að hamingjan er fólgin í manneskjum en ekki veraldlegum hlutum þá mun hamingjan flytja heim til þín! Þú ert mjög vinsæll og skemmtilegur en lendir eða setur þig of oft í dramatískar aðstæður sem þú getur ekki flúið úr. Ef þú ert að leita að ástinni, jafnvel nýbúinn að finna hana að þér finnst, þá er þín innsta þörf að hafa maka sem þekkir galla þína og elskar þá: sem sagt skilningsríkan maka. Ef hann er fundinn þá ertu hólpinn. Þú hefur magnaðan sannfæringarkraft, hefur það jafnvel á þínu valdi að geta sannfært hina dauðu hvað þá hina lifandi um ágæti þess sem þú hefur fram að færa. Þetta kallast einfaldlega snilligáfa. Margt sem þú framkvæmir gengur ekki upp, en það er ekki í eðli þínu að brotna niður, kannski bogna. Þú ert eins og bambusinn: bognar en brotnar aldrei. Þér finnast þessi skilaboð kannski leiðinleg en þau hafa tilgang. Þú skalt temja þér að ljúga engu því ein lygi festir þig í neti og þá munu bætast við að minnsta kosti sjö lygar. Þótt þér gæti fundist eins og þú sért að hjálpa og vernda fólkið í kringum þig, því þú ert sannarlega tryggur og vilt vel, þá skaltu ekki ljúga. Það sem hjálpar þér næstu mánuði við verkefni þín er þitt einstaka bros og augu sem ljóma eins og stjörnur – enginn mun gleyma þér og allir elska þig. Það er svo margt fram undan sem mun færa þér það réttlæti sem þú átt skilið og leiða þig á nýjan veg sem veröldin mun sýna þér. Ekki stjórna öllu, já, þú ert stjórnsamur, sem er jákvætt orð! Einhver þarf að redda og stjórna, en ég bið þig um að sleppa líka tökunum og leyfa öðrum að hjálpa þér áfram án þess að þú takir í taumana. Erfiðleikar og óvissa eru í kringum manneskjur nákomnar þér en þú hefur að einhverju leyti getu og flæði til að hjálpa þessu fólki ef það leyfir það. Ef þú vilt sigra í ástinni þá máttu ekki leika þér að henni því þá er ástin ekki sönn, svo slepptu því alveg, hjartað mitt. Þráhyggja hefur gripið um sig hjá þér: endalausar hugsanir um hið sama. Þú verður að gera greinarmun á þráhyggju og ást því annars verðurðu alltaf óviss. Krabbi sem er heppinn með maka og kann að meta hann verður sterkari og sterkari með degi hverjum, þú ert á góðu ári, svo staldraðu aðeins við til að meta það.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Brostu framan í lífð, þá brosir lífið við þér – Smile (Charlie Chaplin)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira